UNGIR SÝNINGASTJÓRAR

Í Vatnsdropanum eru börn við stjórnvölinn. Eitt af grunn verkefnunum er Ungir sýningastjórar sem snýst um að bjóða skólabörnum frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi og Eistlandi að taka þátt í að móta viðburðaraðir og sýningar til næstu þriggja ára. Fyrsta sýningin opnar í Gerðasafni 19. júní.

Þrettán börnum á aldrinum 9 – 12 ára voru valin úr hópi umsækjenda á haustmánuðum 2020. Hinir Ungu sýningarstjórar hafa frá því í janúar tekið þátt í vinnusmiðjum i söfnunum (eða á netinu vegna reglna Almannavarða varðandi Covid 19).

Vinnusmiðjurnar eru undir handleiðslu leiðbeinanda safnanna og spænska sýningarstjórans Chuz Martinez. Markmiðið er að börnin séu virkir þátttakendur í hugmyndavinnu og sýningarstjórn þar sem sígildar barnabókmenntir eru tengdar Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í gegnum fjölbreytta viðburði og vinnustofur, metnaðarfullar sýningar og útgáfu.

Fyrsta sýningin opnar í Gerðarsafni í júní 2021 þar sem unnið er með fjórtánda Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Líf í vatni.

 

Sköpun nýrrar aðferðafræði: Open Questioning Mindset og Ungir sýningarstjórar

Open Questioning Mindset (hugarfar opinna spurninga) er aðferðarfræði sem breski heimspekingurinn Peter Worley og The Philosophy Foundation hafa þróað. Þessi aðferðarfræði miðar að því að þjálfa börn í að beita sjálfstæðri hugsun og hafa áhrif sem er uppleggið í hugmyndavinnu Ungra sýningarstjóra. Peter og hans teymi eru í nánu samstarfi við leiðbeinendur Ungra sýningarstjóra. Markmið samstarfsins er að þróa nýja aðferðarfræði sem gerir börnum kleift að vinna að og þróa menningarviðburði. Við trúum á börn og með Vatnsdropanum vonumst við til að aðrar menningar- og menntastofnanir muni nýta sér hana líka. Til að svo megi verða munum við gefa út verkfærakistu Vatnsdropans sem auðveldar öllum að vinna að þessu markmiði.